Gamla árið kvatt og nýju heilsað

Aftansöngur verður í Akureyrarkirkju kl. 18 á gamlársdag.  Kór Akureyrarkirkju syngur.  Sverrir Pálsson les ritningarlestra.  Organisti verður Arnór B. Vilbergsson og prestur sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson.  Á nýársdag kl. 14 verður hátíðarmessa.  Kór Akureyrarkirkju syngur við undirleik Arnórs B. Vilbergssonar organista.  Prestur:  Sr. Svavar A. Jónsson.  Sjáumst í kirkjunni um áramótin!