Fyrstu tónleikar Kammerkórsins Ísoldar

Í dag, miðvikudaginn 9. desember, heldur Kammerkórinn Ísold sína fyrstu tónleika í Akureyrarkirkju og hefjast þeir kl. 20.00.
Kórinn, sem starfar við Akureyrarkirkju, skipa rúmlega 30 konur á aldrinum 17-25 ára. Kórinn vakti mikla athygli fyrir söng sinn á degi íslenskrar tungu í nóvember, þar sem hann kom fram við afhendingu verðlauna Jónasar Hallgrímssonar.

Á efnisskránni eru fjölmörg þekkt og hátíðleg aðventu- og jólalög. Einsöngvarar og hljóðfæraleikarar koma úr röðum kórfélaga.
Stjórnandi og undirleikari er Eyþór Ingi Jónsson.

Aðgangseyrir kr. 1.000,-