Fyrsti foreldramorgunn vetrarins


Fyrsti foreldramorgunn vetrarins er miðvikudaginn 9. september.
Foreldramorgnar eru alla miðvikudaga yfir vetrartímann (september-maí), frá kl. 10.00 - 12.00, í fundarsal Safnaðarheimilis Akureyrarkirkju.

Þetta er notaleg og góð samvera fyrir foreldra og ungbörn. Gott tækifæri til að hittast og spjalla og leyfa börnunum að leika sér og hitta önnur börn.
Umsjón með foreldramorgnum er Ásrún Ýr Gestsdóttir.

Aðgangur er ókeypis og eru foreldrar með ungbörn hjartanlega velkomnir.