Samvera eldri borgara

Fyrsta samvera eldri borgara þetta haustið verður haldin á morgun, fimmtudaginn 7. október kl. 15.00, í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju.
Þeir Gunni Tryggva og Rabbi Sveins koma og spila gömlu lögin. Sr. Hildur Eir Bolladóttir og sr. Svavar Alfreð Jónsson annast samveruna.
Kaffi og kökur kr. 700,-
Bíll fer frá Kjarnalundi kl. 14.15, Víðilundi kl. 14.30 og Hlíð kl. 14.45.