Fundur með prestum kirkjunnar

Við viljum bjóða foreldrum/forráðamönnum og fermingarbörnum að koma til fundar við okkur, miðvikudagskvöldið 2. mars, kl. 20.00-21.00, í Akureyrarkirkju.
Þar verður í stuttu máli farið yfir veturinn, fjallað um undirbúning fyrir sjálfan fermingardaginn og hvernig fermingarathöfnin gengur fyrir sig. Við hvetjum alla til að mæta og fara með okkur yfir það sem gott er að vita og hafa í huga fyrir þessa hátíðisdaga sem framundan eru.