Fundur með foreldrum/forráðamönnum fermingarbarna

Næstkomandi mánudag, 1. mars frá kl. 20.30 til 21.30, ætlum við að bjóða foreldrum/forráðamönnum fermingarbarna á fund til okkar í Akureyrarkirkju, þar munum við í stuttu máli fara yfir veturinn, fjalla um undirbúning fyrir sjálfan fermingardaginn og hvernig fermingarathöfnin gengur fyrir sig. Við hvetjum alla til að mæta og fara með okkur yfir það sem gott er að vita og hafa í huga fyrir þessa hátíðisdaga sem framundan eru. Og að sjálfsögðu eru fermingarbörnin velkomin á fundinn ásamt foreldrum/forráðamönnum sínum.
Hlökkum til að sjá ykkur, prestar Akureyrarkirkju.