Frítt námskeið fyrir stráka í 1.-3. bekk

Strákafjör í Akureyrarkirkju.
Frítt námskeið fyrir stráka í 1.-3. bekk á miðvikudögum í maí kl. 15.00-16.00.
Við byrjum 8. maí og endum þann 29. maí. Mæting í Akureyrarkirkju (kapelluhurð).
Farið verður í allskonar leiki bæði úti og inni s.s. boltaleiki, feluleiki í allri kirkjunni, hópeflisleiki, þrautabraut, ratleik, biblíusögur sagðar og fleira skemmtilegt.
Skráning og upplýsingar á netfangið sonja@akirkja.is eða í síma 868-7929.
Umsjón hafa Sonja Kro, æskulýðsfulltrúi, Bóas Kár Garski Ketilsson og Haraldur Bolli Heimisson.