Góðverkavika fyrir 5.-7.bekk - sumarstarf

Sumarstarf fyrir 5.-7.bekk. 

Vikuna 11.-14.júní bjóðum við upp á sumarstarf fyrir TTT krakka. Mæting er í kirkjuna klukkan 9:00 og farið heim um 12:00. Þetta starf er ókeypis.

Verkefnin eru ýmisleg, m.a. verður farið á tvo staði til að gera góðverk, Öldrunarheimili Akureyrar og hjálpað til með eldri borgurum.  Farið verður í Lystigarðinn og hjálpað til þar við ýmis störf.  Aðra daga námskeiðis verður farið í hópeflisleiki, ratleik, föndrað og spjallað. Sköpunargleði krakkanna fær að njóta sín og þeirra hugmyndir að blómstra. 

Skráning er á netfangið sonja@akirkja.is eða í síma 8687929.

Um sumarstarfið sjá Sonja Kro, æskulýðsfulltrúi og Anna María Stefánsdóttir, ungleiðtogi.