Friðargong með Hildi Eir, Arnbjörgu og gongsveit í Akureyrarkirkju 21. mars kl. 20.00

Verið velkomin í friðsæla kvöldstund mánudaginn 21. mars kl 20.00-21:15.
Hildur Eir verður með hugleiðingu um frið í upphafi og í kjölfarið bjóða Arnbjörg og gongspilarar af svæðinu hljóðheilun fyrir innri og ytri frið.
Um 30 þykkar dýnur með laki verða í rýminu og einnig er hægt að koma með sína eigin eða sitja/liggja í kyrrðinni á bekkjum.
Komið endilega með eigið teppi.
Gongslökunin sjálf er sett upp með 5-6 gongum sem verða um allt rýmið. Gott er að koma kl 19:50 til að koma sér fyrir.
Hljóðslökun sem þessi hjálpar okkur að róa hugann og hvíla líkamann.
Aðgangseyrir er frír og mun gefast tækifæri til að styrkja hjálparstarf flóttafólks með frjálsu framlagi.