26.02.2007
Laugardaginn 3. mars nk. kl.16-18 verður haldin síðdegisvaka í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju. Yfirskrift síðdegisvökunnar er: ,,Gulur, rauður, grænn - frelsi eða fjötrar samkynhneigðra í samfélaginu". Flutt verða erindi og reynslusögur í bland við tónlist. En flytjendur tónlistar verða Páll Óskar og Monica ásamt Ellen Kristjánsdóttur og Eyþóri Gunnarssyni. Almennar umræður, kaffiveitingar. Allir velkomnir. Stjórnandi samkomunnar er Þorvaldur Þorsteinsson.