- Helgihald
- Safnaðarstarf
- Tónlist
- Líknarstarf
- Viðtalstímar
- Starfsfólk
- Myndir
- Fréttir
Fyrsta fræðslukvöldið
verður á miðvikudaginn 1. mars kl. 20.00 undir yfirskriftinni Sístæð siðbót í nútímanum.
Efni kvöldsins verður Samfélagsþróunin og trúarlífið: Hvað er
framundan? Í erindinu mun Rúnar Vilhjálmsson fara yfir stöðu og þróun
trúarlífs í samfélaginu í ljósi hugmynda um nútímavæðingu og veraldarhyggju. Þá
er fjallað um rannsóknir og niðurstöður um þróun trúarlífs á Íslandi og
niðurstöður túlkaðar í ljósi fræðilegrar umræðu. Loks verður fjallað um
framtíðarhorfur trúarlífs og trúarstofnana á Íslandi.
Rúnar Vilhjálmsson er prófessor í félagsfræði við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Helstu rannsóknarsvið Rúnars innan félagsfræðinnar eru heilsufélagsfræði, félagsfræði unglinga, og félagsfræði vísinda. Rúnar hefur meðal annars fengist við rannsóknir á geðheilbrigði fullorðinna, áhættuhegðun unglinga og árangri háskólamanna í kennslu og rannsóknum. Rúnar er núverandi formaður Félags prófessora við ríkisháskóla og stjórnarmaður í Hinu íslenska biblíufélagi.