Fræðsla um hinsegin mál fyrir kirkjur á norðurlandi, 4. nóv.

Fyrirlesari frá Samtökunum´78, Lilja Ósk Magnúsdóttir,  kom til okkar og hélt góðan fyrirlestur/fræðslu um hinsegin mál. Erindið var virkilega fróðlegt og áhugavert og margt fyrir okkur að læra. Nauðsynlegt er fyrir starfsmenn í kirkjum að vera inn í þessum málum, þar sem við þjónustum margt fólk á öllum aldri. Gott er að öðlast skilning á fjölbreytileika mannlífsins og vera í takt við nútímann. Eftir þessa fræðslu ættum við að geta sinnt hinsegin fólki enn betur.