Fræðsla á foreldramorgni!

Rauði Krossinn kom með fræðsla á næstsíðasta foreldramorgunn vetrarins. Hann Axel sagði frá ýmsu sem getur komið upp á með börnin okkar, bæði stór og smá og hvað við getum gert til að hjálpa. Alltaf nauðsynlegt að hlusta á svona fyrirlestur og svo eru stundum komnar nýjar aðferðir og reglur varðandi þessi mál, eins og við heyrðum hjá honum. 

Nú er aðeins ein samvera eftir í foreldramorgnum, en við hlökkum svo til að taka á móti ykkur næsta haust þegar við hefjum starfið aftur.

Gleðilegt sumar og takk fyrir samverur vetrarins.

Sonja og Eydís.