Fræðsla á foreldramorgni

Alla fimmtudagsmorgna hittumst við milli 10 og 12 í Glerárkirkju.  Spjöllum og leikum og höfum gaman saman. Foreldrar og ung börn þeirra kynnast og læra aðeins að "leika saman".  Gefandi og góðar stundir. Á hlaðborði sem hún Halldóra reiðir framm er hægt að fá sér góðan morgunverð á vægu verði, 500 kr.  Stundum koma einhverjir með erindi til okkar er varða börn og foreldra. Þann 7. apríl koma tveir talmeinafræðingar frá EKS talþjálfun, þær Brynhildur og Brynja. Það verður áhugavert að heyra hvað þær hafa að segja okkur. 

Velkomin öll.  Gott er að skrá þátttöku á facebooksíðuna okkar:  Foreldramorgnar sameinaðir. Glerárkirkja, Akureyrarkirkja.