10.03.2011
Miðvikudagskvöldið 16.mars kl 20.00 verður föstuvaka í Akureyrarkirkju. Kyrrðarstund þar sem við lítum inn á við og
skoðum hug okkar og líðan í samfélagi við Jesú Krist. Hildur Eir Bolladóttir flytur ljóð sem hún hefur valið í tengslum
við föstutímann og páska. Ásdís Arnardóttir sellóleikari og Eyþór Ingi Jónsson organisti leika tónlist á
milli lestra.
Stutt, góð og nærandi stund.