Föstuvaka

Föstuvaka um KONUR VIÐ KROSSINN í mynd- og tónlist. Fluttir verða sálmar eftir Sigurbjörn Einarsson biskup. Dagskráin verður í Akureyrarkirkju miðvikudaginn 1. apríl kl. 20.00. Kór Akureyrarkirkju syngur og flytur textana og meðlimir úr kórnum syngja einsöng. Kórstjóri og organisti kirkjunnar Eyþór Ingi Jónsson og Guðmundur Guðmundsson, héraðsprestur, leiða stundina.

 

Föstuvaka sem þessi kallar fólk saman til að íhuga atburði píslarsögunnar, helgustu sögu kristninnar. Löngum hefur Hallgrímur Pétursson lagt Íslendingum orð píslarsögunnar á varir og hjarta. Að þessu sinni munu sálmar Sigurbjörns Einarssonar, biskups, fá að njóta sín milli lestra sem tengjast konum sem fylgdu Kristi. Brugðið verður upp nokkrum listaverkum til stuðnings við íhugunina.

 

Á erfiðum tímum hefur kirkjan og þjóðin leitað í þessa sögu um þjáningu og píslir og fundið styrk eins og ótal listaverk ljóða, mynda og tóna staðfesta. Á þessari föstuvöku verður gengin sú leið og staldrað við, íhugaður boðskapur föstunnar, sem á einstæðan hátt vekur von, styrkir trúna og kærleikann.