Foreldramorgnar hefjast 2. september

Alla miðvikudagsmorgna er Safnaðarheimilið opið fyrir foreldra með ungabörn sína. Við opnum kl. 10:00 og erum við leik og spjall til 12:00. Stundum fáum við einhverja fyrirlestra og fræðslu og er það auglýst sérstaklega. Léttar veitingar eru í boði, leikföng fyrir börnin og notalegt andrúmsloft. Vel er hægt að virða 2ja metra regluna þar sem við höfum nægt pláss. 

Verið hjartanlega velkomin til okkar!

umsjón: Sonja Kro, æskulýðsfulltrúi / leikskólakennari.