Foreldramorgnar byrja 1.september!

Fimmtudaginn 1. september byrja foreldramorgnarnir aftur hjá okkur. Eins og áður vinna kirkjurnar á Akureyri saman að þessum stundum, en staðsetningin er þó alltaf í Glerárkirkju. Við opnum kl. 10 og endum um kl. 12.  Foreldrum er þó frjálst að koma og fara að vild á þessu timabili, allt eftir ykkar hentisemi og barnanna. Fyrirkomulagið verður svipað og undanfarin ár. Morgunverðarhlaðborðið verður á sínum stað og kostar 500 krónur. Eins verðum við með skráningu á samverurnar sem fer framm á facebooksíðu foreldramorgnanna, en hún er

www.foreldramorgnar sameinaðir. Glerárkirkja, Akureyrarkirkja. 

Gott er að sjá hversu margir mæta, svona sirka. Ef það hinsvegar gleymist þá er það ekkert mál og allir velkomnir. Af og til yfir veturinn verðum við með fræðslu tengda börnum og verður það alltaf auglýst sér. Foreldramorgnar eru notalegar stundir þar sem foreldrum gefst tækifæri til að kynnast og spjalla við aðra foreldra og einnig fyrir börnin að kynnast og leika saman.

Hlökkum til að taka á móti ykkur,

Eydís Ösp, verkefnastjóri fræðslu og fjölskylduþjónustu Glerárkirku og Sonja Kro, æskulýðsfulltrúi Akureyrarkirkju.