Foreldramorgnar að hefjast 4. september

Foreldramorgnar eru notalegar stundir með foreldrum og börnum þeirra. Við hittumst alla miðvikudagsmorgna milli 10:00 - 12:00. Spjallað, leikið og stundum er boðið upp á fræðslu/fyrirlesara sem tengjast börnum og barnauppeldi. Söngstundir með krílunum eru sirka 1x í mánuði, sem Sonja, æskulýðsfulltrúi stýrir. Verið velkomin.