Fjölskyldumessa, opið hús og æðruleysismessa

Vetrarstarfið í Akureyrarkirkju hefst næstkomandi sunnudag. Þá verður fjölskyldumessa og síðan opið hús í Safnaðarheimili þar sem starf vetrarins verður kynnt. Þá verður fundur með foreldrum fermingarbarna og loks æðruleysismessa um kvöldið.Vetrarstarfið í Akureyrarkirkju hefst næstkomandi sunnudag. Þá verður fjölskyldumessa og síðan opið hús í Safnaðarheimili þar sem starf vetrarins verður kynnt. Þá verður fundur með foreldrum fermingarbarna og loks æðruleysismessa um kvöldið.<br><br>Þetta er í þriðja sinn sem vetrarstarfið er kynnt með þessum hætti og hefur mælst vel fyrir. Fulltrúar hinna ýmsu starfsþátta safnaðarstarfsins verða á staðnum og kynna sinn þátt, svara spurningum og skrá á námskeið og í hópavinnu. Boðið verður upp á léttar veitingar og Arna Valsdóttir, Stefán Ingólfsson og Eiríkur Bóasson sjá um tónlistarflutning. <br> <br>Eftirfarandi þættir safnaðarstarfsins verða kynntir: <br>Sunnudagaskólinn, TTT-starf, Kirkjusprellarar 6-9 ára, starf æskulýðsfélaganna, fermingarfræðslan, tónlistarstarfið, mömmumorgnar, samverur eldri borgara, Sjálfshjálparhópur foreldra, Samhygð, 12-spora hópavinna, hjóna- og kvennanámskeið, hópavinna og fræðsla vegna skilnaðar, Vinaheimsóknir kirkjunnar, Kvenfélag Akureyrarkirkju, Biblíulestrar og Djáknaþjónusta á FSA <br> <br>Húsið verður opnað strax eftir fjölskyldumessuna og kynningin stendur til kl. 13.30. <br> <br>Þá verður fundur með væntanlegum fermingarbörnum og foreldrum þeirra í kirkjunni kl. 13.30. <br> <br>Fyrsta æðruleysismessa vetrarins verður um kvöldið kl. 20.30 og að henni lokinni er kaffisopi í Safnaðarheimili að venju.