Fjölskylduguðsþjónusta og opið hús

Sunnudaginn 19. september verður fjölskylduguðsþjónusta í kirkjunni þar sem Sólveig Halla Kristjánsdóttir, æskulýðsfulltrúi Akureyrarkirkju, predikar. Að messu lokinni verður opið hús í Safnaðarheimili, þar sem vetrarstarfið er kynnt og skráð í hin ýmsu námskeið og hópa. Í boði verða léttar veitingar og kórsöngur.