Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11.00

Næstkomandi sunnudag, 21. september, hefst vetrarstarfið í Akureyrarkirkju með fjölskylduguðsþjónustu kl. 11.00.
Stúlknakór Akureyrarkirkju syngur undir stjórn Eyþórs Inga Jónssonar. Börnin fá kirkjubókina afhenta, það verður mikill söngur, lesin biblíusaga og margt fleira.
Strax að lokinni guðsþjónustu er fundur með fermingarbörnum og foreldrum þeirra í Akureyrarkirkju og einnig er Opið hús í Safnaðarheimilinu þar sem vetrarstarfið er kynnt og boðið verður upp á léttar veitingar. Allir velkomnir.