Fjölskylduguðsþjónusta, upphaf vetrarstarfsins

Sunnudaginn 15. september kl. 11.00 verður fjölskylduguðsþjónusta í Akureyrarkirkju og markar hún upphaf vetrarstarfs kirkjunnar.
Við hefjum veturinn af fullum krafti, sunnudagaskólinn verður á sínum stað. Sr. Svavar Alfreð, sr. Hildur Eir, sr. Sunna Dóra, Hjalti Jónsson söngvari og sunnudagaskólakennari og Sigrún Magna organisti leiða stundina. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju leiða söng.

Að lokinni guðsþjónustu verður opið hús í Safnaðarheimilinu, léttar veitingar í boði og fólk sem heldur utan um hina ýmsu starfsþætti kirkjunnar verður á staðnum til að kynna starf vetrarins.

Nú er um að gera að mæta og vera með frá upphafi í skemmtilegu og öflugu kirkjustarfi í Akureyrarkirkju.

Verið öll hjartanlega velkomin í kirkjuna á sunnudaginn kemur.