Bleik messa í Akureyrarkirkju síðastliðið sunnudagskvöld

150 manns mættu í Bleika messu í Akureyrarkirkju síðastliðið sunnudagskvöld. Fluttar voru þrjár hugleiðingar af sr. Sunnu Dóru Möller, Ólöfu Elfu Leifsdóttur og sr. Hildi Eir Bolladóttur. Lára Sóley Jóhannsdóttir og Hjalti Jónsson fluttu lög Evu Cassidy af stakri snilld. Tekin voru samskot til styrktar söfnun Þjóðkirkjunnar á Línuhraðli fyrir krabbameinsdeild LSH og söfnuðust 154.820 kr. Takk allir sem komu og voru með okkur í þessari fallegu og mikilvægu messu og lögðu um leið góðu málefni lið.