Fjölbreytt dagskrá kirkjuviku framundan

Kirkjuvika hefst á æskulýðsdaginn, nk. sunnudag, með guðsþjónustu kl. 11. Þar koma fram framhaldsskólakórar víðs vegar að af landinu ásamt Stúlknakór Akureyrarkirkju og Hildi Völu ,,Idolstjörnu". Um kvöldið verða síðan tónleikar í kirkjunni með Stúlknakórnum og Hildi Völu. Af fleiri viðburðum má nefna ... Kirkjuvika hefst á æskulýðsdaginn, nk. sunnudag, með guðsþjónustu kl. 11.  Þar koma fram framhaldsskórakórar víðs vegar að af landinu ásamt Stúlknakórnum og Hildi Völu ,,Idolstjörnu".  Um kvöldið verða síðan tónleikar í kirkjunni með Stúlknakórnum og Hildi Völu.  Af fleiri viðburðum má nefna erindi Gunnars Hersveins, heimspekings, um uppeldi og dyggðir, heimsókn Guðjóns Davíðs Karlssonar leikara, föstuvöku og hádegistónleika. Kirkjuviku lýkur með hátíðarmessu kl. 14 sunnudaginn 12. mars. Viðburðir kirkjuviku eru öllum opnir og er fólk hvatt til að kynna sér dagskrána á heimasíðu kirkjunnar (hér til hægri, í safnaðarblaðinu eða í Dagskránni.