Fermingarfræðslan að hefjast

Fermingarfræðslan (árg. 1999) hefst nú í næstu viku, 16. ágúst, með ferð í fermingarskólann á Vestmannsvatni, farið verður í þremur hópum og gistir hver hópur eina nótt. Mikilvægt er að foreldrar skrái börn sín í ferðina, það má senda póst á netfangið gyda@akirkja.is eða hringja í síma 462-7700 milli kl. 9.00 og 13.00 virka daga, athugið að skráningu lýkur mánudaginn 13. ágúst. Hóparnir fara sem hér segir:

Hópur 1: Brekkuskóli. Fer fimmtudaginn 16. ágúst.
Mæting kl. 15.45við Akureyrarkirkju, brottför kl. 16.00.
Heimkoma: föstudaginn 17. ágúst kl. 18.00.

Hópur 2: Lundarskóli. Fer mánudaginn 20. ágúst.
Mæting kl. 15.45 við Akureyrarkirkju, brottför kl. 16.00.
Heimkoma: þriðjudaginn 21. ágúst kl. 18.00.

Hópur 3: Naustaskóli og Oddeyrarskóli. Fer þriðjudaginn 21. ágúst.
Mæting kl. 15.45 við Akureyrarkirkju,brottför kl. 16.00.
Heimkoma: miðvikudaginn 22. ágúst kl. 18.00.

Einnig er mikilvægt að skila inn skráningarblaði sem fyrst, en það má nálgast það hér og koma því á skrifstofu kirkjunnar eða senda rafrænt á netfagið gyda@akirkja.is