Fermingardagar vorið 2011

Þá er búið að ákveða hvaða fermingardagar verða í boði vorið 2011 og eru þeir sem hér segir:

Laugardagurinn 16. apríl, Pálmasunnudagur 17. apríl, laugardagurinn 7. maí, laugardagurinn 4. júní, laugardagurinn 11. júní og Hvítasunnudagur 12. júní. Fermt verður kl. 10.30.

Foreldrar/forráðamenn fermingarbarna fá sent bréf á næstu dögum með nánari upplýsingum um fermingarundirbúninginn og skráningarblaði þar sem hægt verður að velja fermingardaginn. Skráningarblaðinu er svo skilað inn á fundi sem haldinn verður sunnudaginn 19. september.