Fermingardagar og fermingarfræðsla veturinn 2020-2021

Skráning í fermingarfræðslu í Akureyrarkirkju veturinn 2020-2021 opnar fimmtudaginn 28. maí kl. 10.00.
Við viljum vekja athygli á mikilvægi þess að skrá fermingarbörnin (árg. 2007) sem fyrst, þó ekki sé búið að ákveða fermingardaginn, svo hægt sé að koma upplýsingum til foreldra í tölvupósti um upphaf vetrarstarfsins í haust. Mikilvægt er að fylla skráningarblaðið vel og vandlega út. 

Fermingardagar vorsins 2021 eru:
Laugardagurinn 27. mars kl. 10.30
Laugardagurinn 8. maí kl. 10.30
Laugardagurinn 22. maí kl. 10.30
Hvítasunnudagur 23. maí kl. 10.30 og 13.30
Laugardagurinn 5. júní kl. 10.30 og 13.30

Athugið að aðeins eru skráð að hámarki 22 fermingarbörn í hverja athöfn.