Fermingarbörn vorsins 2015

Næstkomandi sunnudag 11. maí boðum við fermingarbörn vorsins 2015 (árg. 2001) og foreldra/forráðamenn þeirra til fundar í Akureyrarkirkju strax að guðsþjónustu lokinni.

 Farið verður yfir fyrirkomulag fermingarfræðslunnar veturinn 2014-2015, ferð í fermingarskólann að Vestmannsvatni, fermingardagarnir tilkynntir og tekið við skráningu (skráningarblöð verða á staðnum).

Það er mjög mikilvægt að allir skili inn skráningarblaði sem fyrst (ekki nauðsynlegt að ákveða fermingardaginn strax) svo hægt verði að senda nánari upplýsingar til ykkar í tölvupósti varðandi skráningu í ferðina í fermingarskólann í ágúst og um upphaf fræðslunnar.