Fermingarbörn safna fyrir Hjálparstarf kirkjunnar

Þann 6. nóvember sl. gengu fermingarbörn Akureyrarsóknar í hús og söfnuðu fyrir verkefnum Hjálparstarfs kirkjunnar í Úganda og Eþíópíu. Söfnunin gekk mjög vel og söfnuðu fermingarbörnin 289.965 krónum. Við viljum þakka fermingarbörnunum og öllum þeim sem styrktu verkefnið kærlega fyrir.