Fermingarbörn leggja Hjálparstarfi kirkjunnar lið

Börnin í fermingarfræðslunni gengu í hús 29. október síðastliðinn með bauka frá Hjálparstarfi kirkjunnar og söfnuðu framlögum til vatnsverkefna í Afríku. Söfnunin gekk mjög vel hjá börnunum og viljum við bæði þakka þeim og bæjarbúum sem tóku vel á móti börnunum og lögðu söfnuninni lið. Alls söfnuðust 270.003 krónur í Akureyrarsókn.

Ef þú vilt styðja söfnun fermingarbarna til vatnsverkefna Hjálparstarfs kirkjunnar í Afríku geturðu hringt í söfnunarsíma 907 2003 og gefið 2.500 krónur eða lagt upphæð að eigin vali inn á reikning 0334-26-56200. Kennitala 450670-0499. Takk fyrir!