Fermingar hefjast

Fyrstu fermingarathafnir ársins verða um helgina.  Fermt verður laugardaginn 31. mars kl. 10:30 og svo aftur á pálmasunnudag, 1. apríl, á sama tíma.  Kór Akureyrarkirkju leiðir sönginn.  Prestar:  Sr. Sólveig Halla Kristjánsdóttir, sr. Svavar A. Jónsson og sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson.  Næsta fermingarathöfn verður svo laugardaginn 21. apríl og tvær þær síðustu verða svo um hvítasunnuhelgina, 26. og 27. maí.  Allar athafnirnar hefjast kl. 10:30.