Fermingar framundan

Nú styttist í fyrstu fermingar ársins í kirkjunni. Tvær fermingarathafnir verða um næstu helgi, á laugardag kl. 10:30 og á pálmasunnudag á sama tíma. Æfingar fyrir athafnirnar verða kl. 16 og 17 á föstudeginum. Að lokinni pálmasunnudagshelginni hefst helgihald í dymbilviku sem verður með hefðbundnu sniði. Næsta fermingarathöfn verður síðan laugardaginn 29. apríl.