Fermingar 2020 - vor og haust

Í ljósi aðstæðna hefur orðið breyting á fermingardögum hjá okkur hér í Akureyrarkirkju. Búið er að fella niður apríl fermingarnar en maí og júní fermingar eru enn á áætlun. Við höfum bætt við fermingardögum í ágúst og september. Til að sjá alla fermingardagana smellið hér
Við biðjum ykkur kæru foreldrar að hafa samband við ritara kirkjunnar, Gyðu Hrönn, með því að senda tölvupóst á netfangið gyda@akirkja.is ef þið viljið breyta fermingardegi eða fá nánari upplýsingar.