Fermingar 2020 - vor og haust

Í ljósi aðstæðna höfum við ákveðið að fella niður ferminguna sem vera átti laugardaginn 25. apríl og viljum við bjóða fermingarfjölskyldum upp á nýja fermingardaga. Við bætum við einum degi í vor, sunnudeginum 24. maí kl. 10.30 og tveimur dögum í haust, laugardagurinn 29. ágúst kl. 10.30 og laugardagurinn 5. september kl. 10.30.
Einnig er ennþá laust í fermingarnar laugardaginn 23. maí kl. 10.30 og laugardaginn 6. júní kl. 10.30 og 13.30.

Við viljum biðja ykkur að hafa samband við ritara kirkjunnar, Gyðu Hrönn Sigþórsdóttur, á netfangið gyda@akirkja.is ef þið viljið breyta fermingardeginum eða fá frekari upplýsingar. Einnig má hafa samband við hana í síma 462-7700 milli kl. 9.00 og 13.00 virka daga.

Fermingardagar 2020: laugardagurinn 23. maí kl. 10.30, sunnudagurinn 24. maí kl. 10.30, Hvítasunnudagur 31. maí kl. 10.30 og 13.30, laugardagurinn 6. júní kl. 10.30 og 13.30, laugardagurinn 29. ágúst kl. 10.30 og laugardagurinn 5. september kl. 10.30.