Tónleikar

Næstkomandi  þriðjudag, þann 30. júní kl. 20.00 mun kirkjukór Vor Frelsers Kirke (Kristskirkju) í Álaborg, Danmörku halda tónleika í Akureyrarkirkju.
Á efnisskrá tónleikanna er fjögurra til átta radda norræn tónlist, bæði gömul og ný og ætlar kórinn m.a. að spreyta sig á íslenskum kórverkum. Í kórnum eru 11 ungar konur og karlar sem öll stunda tónlistarnám á háskólastigi. Þar af eru fimm í námi í klassískum söng og fá þau að njóta sín sem einsöngvarar með kórnum. Stjórnandi kórsins er Solveig Brandt Særkjær, en hún hefur verið organisti og kórstjóri við Kristskirkju frá árinu 1997.
Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir.