Kirkjulistavika, laugardagur 9. maí

Sýning Bryndísar Kondrup, „Effaþa“, er opin í Safnaðarheimilinu 
frá kl. 9.00 til 16.00.
Aðgangur ókeypis.

„Upp, upp, mín sál“, sýning Örnu Valsdóttur í turnum kirkjunnar er opin frá kl. 11.00 - 18.00.

Fyrirlestur í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju kl. 13.30.

Dr. David Porter, dómprófastur í Coventry, ræðir um friðar- og sáttargjörðarstarfið sem óx upp úr eyðileggingunni í Coventry á Englandi eftir loftárás Þjóðverja í nóvember 1940. Starfið teygir sig til fjölmargra landa en dr. Porter veitir því forstöðu í Coventry. Með honum í för verður dr. Kenyon Wright sem var fyrsti presturinn í Coventry til að fara fyrir þessu mikilvæga starfi. Fyrirlesturinn verður þýddur á íslensku.
Aðgangur ókeypis.