Orgeljól í Akureyrarkirkju

Fimmtudaginn 20. desember kl. 20.00 verða tónleikar í Akureyrarkirkju sem bera heitið Orgeljól. Þá mun Sigrún Magna, annar af organistum kirkjunnar, leika uppáhalds jólalögin sín á orgel Akureyrarkirkju. Lögin eru frá ýmsum löndum og tímabilum og verður þetta kjörið tækifæri fyrir þá sem vilja losna augnablik frá jólaamstrinu að eiga endurnærandi stund í kirkjunni í notalegri jólastemmingu og huggulegheitum. Aðgangseyrir er 1500 krónur en 1000 krónur fyrir félaga í Listvinafélagi Akureyrarkirkju.