Tónleikar í Akureyrarkirkju 10. ágúst


Trúbadorinn Svavar Knútur heldur tónleikatvennu til styrktar æskulýðsstarfi í Akureyrarkirkju og Laufásprestakalli.

Fyrri tónleikarnir verða í Akureyrarkirkju þann 10. ágúst nk. kl. 21.00.

Síðari tónleikarnir verða í Grenivíkurkirkju þann 11. ágúst nk. kl. 20.00.

Aðgangseyrir er 2000 kr. og rennur hann óskiptur í unglingastarf kirknanna.
Diskar til sölu í anddyri. Sjáumst og styrkjum gott og mikilvægt málefni og eigum um leið góða og notalega kvöldstund í kirkjunni!