Sumartónleikar í Akureyrarkirkju 2017


Þá er síðustu Sumartónleikunum í Akureyrarkirkju þetta árið lokið. Á loka tónleikunum kom fram orgelleikarinn og fyrrum organisti Akureyrarkirkju 
Björn Steinar Sólbergsson og lék stórkostlega. Sumartónleikar fögnuðu 30 ára starfsafmæli í ár, en það fór vel á að einn af stofnendum tónleikaraðarinnar, léki á síðustu tónleikum afmælisársins. Mæting var góð á alla fimm tónleika sumarsins, 6-700 manns í heildina. Við vonum innilega að tónleikaröðin, sem er mjög svo mikilvæg fyrir Akureyri, verði hluti af menningarstarfinu hér um ókomin ár. Takk Bjössi fyrir að koma þessu á laggirnar, það skiptir svo afskaplega miklu fyrir heimamenn, gesti og listafólkið á svæðinu að svona tónleikaröð sé starfrækt.