- Helgihald
- Safnaðarstarf
- Tónlist
- Líknarstarf
- Viðtalstímar
- Starfsfólk
- Myndir
- Fréttir
Heimsókn frá Hólmasól.
Í gær komu 7 drengir frá Hólmasól, ásamt Petreu leikskólakennara, í heimsókn til okkar hér í Akureyrarkirkju. Drengirnir hittu Höllu sem spjallaði við þá og tók við veglegri peningagjöf frá þeim. Strákarnir hafa safnað í sjóð í allan vetur og söfnuðu m.a. flöskum sem þeir fóru um daginn með í endurvinnsluna. Alls gáfu drengirnir 9.146 krónur sem fara til Hjálparstarfs kirkjunnar. Þeir óskuðu eftir að peningurinn yrði notaður til að kaupa geit handa fátækri fjölskyldu í Úganda og afgangurinn færi til vatnverkefna í Afríku. Við þökkum drengjunum og öllum þeim sem færðu þeim lið í söfnuninni, kærlega fyrir framlag þeirra, Guð blessi þá og gjöfina þeirra.