Fyrsta æðruleysismessa vetrarins

Fyrsta Æðruleysismessa haustsins verður næstkomandi sunnudagskvöld, 11. september kl. 20.00. Allir velkomnir í þessa yndislegu messu þar sem við njótum þess að spegla okkur í lífsreynslu annarra, erum leidd í jóga nidra slökun, hlýðum á ljúfa tóna og þiggjum að lokum bæn og blessun.