Emmausfarar hittast á fimmtudögum í mars

Emmaus er heiti á námskeiði sem haldið verður í Akureyrarkirkju nú í mars. Um er að ræða fjögurra kvölda námskeið þar sem manneskjan og samfélag hennar við Guð er í brennidepli. Námskeiðið verður á fimmtudögum kl. 20 og lýkur hverri samveru með helgistund kl. 21. Fyrsta samveran verður fimmtudaginn 9. mars nk. Námskeiðið er í umsjá héraðsprests og presta Akureyrarkirkju og er öllum opið. Hugmyndin að Emmausnámskeiðinu byggir á ...Emmaus er heiti á námskeiði sem haldið verður í Akureyrarkirkju nú í mars.  Um er að ræða fjögura kvölda námskeið þar sem manneskjan og samfélag hennar við Guð er í brennidepli.  Námskeiðið verður á fimmtudögum kl. 20 og lýkur hverri samveru með helgistund kl. 21.  Fyrsta samveran verður fimmtudaginn 9. mars nk.  Námskeiðið er í umsjá héraðsprests og presta Akureyrarkirkju og er öllum opið.  Hugmyndin að Emmausnámskeiðinu byggir á frásögninni af Emmausförunum í Lúkasarguðspjalli.  Þar segir frá því þegar lærisveinarnir á leið sinni til Emmaus ræddu um innihald trúarinnar og síðan slóst í för með þeim maður sem þeir þekktu ekki en þeir fóru að ræða við hann um Jesú frá Nasaret.  Samferðarmaðurinn útskýrði fyrir þeim það sem stóð í Ritningunum um Messías og þannig ,,lauk hann upp fyrir þeim ritningunum".  Það var ekki fyrr en þeir svo settust niður og samferðarmaðurinn tók brauðið og braut það að lærisveinarnir áttuðu sig á hver hafði slegist með þeim í för.  Frelsarinn sjálfur.