Emmaus-námskeið í nóvember: Má breyta Biblíunni?

Í tilefni af því að ný biblíuþýðing er væntanleg í vetur verða teknir fyrir nokkrir textar og bornir saman, rætt um þýðingu þeirra og merkingu, og þeir skoðaðir í samhengi sínu og dreginn lærdómur af þeim fyrir samfélag, kirkju og einstaklinga.

Leiðbeinendur: Sr. Guðmundur Guðmundsson og sr. Óskar H. Óskarsson

Ekki þarf að skrá sig á námskeiðið en upplýsingar er hægt að fá á skrifstofu Eyjafjarðarprófastsdæmis hjá Guðmundi í síma 462 6702 og 897 3302 kl. 10-12 eða í netfang: gudmundur.gudmundsson@kirkjan.is .

Í tilefni af því að ný biblíuþýðing er væntanleg í vetur verða teknir fyrir nokkrir textar og bornir saman, rætt um þýðingu þeirra og merkingu, og þeir skoðaðir í samhengi sínu og dreginn lærdómur af þeim fyrir samfélag, kirkju og einstaklinga.

Leiðbeinendur: Sr. Guðmundur Guðmundsson og sr. Óskar H. Óskarsson

Ekki þarf að skrá sig á námskeiðið en upplýsingar er hægt að fá á Skrifastofu Eyjafjarðarprófastsdæmis hjá Guðmundi í síma 462 6702 og 897 3302 kl. 10-12 eða í netfang: gudmundur.gudmundsson@kirkjan.is .

Dagskrá:

Fimmtudaginn 2. nóvember kl. 20

Frá Abraham til Jósúa – sögulegur skilningur á Biblíunni

Texti: Post. 7.1-47

Litið verður yfir fyrsta hluta Gamla testamentisins frá Abraham til Jósúa og frásagnalist þessara höfunda skoðuð. Sögulegur biblíuskilningur kynntur sem leið til að skilja bæði Nýja og Gamla testamentið. Velt fyrir sér hvers vegna apókrífubækur eigi að vera með í nýrri Biblíuútgáfu.

Fimmtudaginn 9. nóvember kl. 20

Frá Jósúa til útlegðarinnar – trúarlegir textar

Texti: Sálm. 23

Meginlínurnar í sögu Ísraels dregnar upp og skoðaðir nokkrir mismunandi textar úr bókum Biblíunnar. Davíðssálmur 23 skoðaður og mismunandi þýðingar á þessum vel þekkta sálmi og staða hans í helgihaldi okkar.

Fimmtudaginn 16. nóvember kl. 20

Frá útlegðinni til Jóhannesar skírara – spádómleg orð

Texti: Jes. 40.1-11

Athugað hvernig spádómsbækur Gamla testamentisins benda fram til Jesú og hvernig Nýja testamentið lítur á hann sem stjörnu og kjarna spádómanna. Ný þýðing á spádómsbók Jesaja skoðuð og sérstaklega Jesaja 40.

Fimmudaginn 23. nóvember kl. 20

Að skilja Nýja testamentið – Jesús og Faðir vor

Texti: Matt. 6.7-15

Stutt kynning á helstu ritum Nýja testamentisins og meginlínur í efni þeirra. Faðir vorið skoðað að fornu og nýju, sérstaklega þær þýðingartillögur sem gerðar voru.

Fimmudaginn 30. nóvember kl. 20

Að lesa Biblíuna á líðandi stundu – Réttlæting fyrir Guði og mönnum

Texti: Lúk. 18.9-14

Fjallað um þýðingu biblíulesturs fyrir trúna og daglegt líf. Rætt um nokkrar leiðir sem reynst hafa vel. Textinn um tollheimtumanninn og faríseann lesinn og þýðingartillögur um grundavallarhugtök.