Ellen Kristjánsdóttir með tónleika á sunnudagskvöld

Hin kunna söngkona Ellen Kristjánsdóttir heldur tónleika í kirkjunni nk. sunnudagskvöld kl. 20.30.  Þar verða m.a. flutt lög af hinum geysivinsæla geisladisk ,,Sálmar" sem kom út fyrir fáeinum misserum.  Eyþór Gunnarsson annast undirleik á tónleikunum.  Notaleg stund í kirkjunni - allir velkomnir!