Eldri borgarar aðstoða í guðsþjónustum

Eldri borgarar eru þátttakendur í guðsþjónustum í febrúar. Tveir félagar úr þeirra röðum taka á móti kirkjugestum, útdeila sálmabókum og lesa ritningarlestra. Sóknarnefnd Akureyrarkirkju annaðist móttöku og lestra í guðsþjónustum í janúar með góðum árangri. Með því að kalla ákveðna hópa með þessum hætti inn í kirkjustarfið er lögð áhersla á að sem flestir komi að þátttöku í helgihaldinu. Skipulagið fram á vor hefur verið ákveðið en þess er vænst að fleiri hópar komi til liðs við kirkjuna með haustinu og auki þar með ennfrekar á fjölbreytnina í safnaðarstarfinu.