Ekkjan í Nain í messu á sunndaginn

Sunnudaginn 1. október verður messa kl. 11. Guðspjall dagsins segir frá ekkjunni í Nain sem fylgdi látnum einkasyni sínum til grafar. Sorgin, þjáningin og vonin er efni prédikunarinnar. Kór Akureyrarkirkju leiðir sönginn. Organisti er Eyþór Ingi Jónsson og prestur sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson. Kórfélagar lesa ritningarlestra. Allir velkomnir!