Eitt hundruðustu Sumartónleikar í Akureyrarkirkju!

Fimmtu og síðustu Sumartónleikar í Akureyrarkirkju þetta sumarið verða haldnir sunnudaginn 30. júlí kl. 17

Þessir tónleikar eru auk þess að vera á tuttugasta starfsári, þá eru þeir líka hinir eitt hundruðustu í tónleikaröðinni í Akureyrarkirkju frá upphafi tónleikahaldsins árið 1987.

Flytjendur verða upphafsmenn tónleikanna þau Margrét Bóasdóttir sópran og Björn Steinar Sólbergsson orgelleikari en auk þeirra leikur Nicole Vala Cariglia á selló. Á efnisskrá verða verk eftir J.S. Bach og tónverk eftir íslensk tónskáld s.s. Þorkell Sigurbjörnsson, Jón Hlöðver Áskelsson, Smári Ólason, Elín Gunnlaugsdóttir, Hildigunnur Rúnarsdóttir, Páll Ísólfsson og munu þau verk verða útgefin á geisladiski þegar líða tekur á haustið.

Tónleikarnir standa í klukkustund án hlés og er aðgangur ókeypis.
Sjá nánar á heimasíðu :
http://www.akureyrarkirkja.is/sumartonleikar