Efstu mál á baugi hjá Lútherska heimssambandinu

Efstu mál á baugi hjá Lútherska heimssambandinu er yfirskriftin á öðru umræðukvöldi í Glerárkirkju, mánudaginn 18. október kl. 20.00. Magnea Sverrisdóttir, djákni í Hallgrímskirkju og fræðslufulltrúi á Biskupsstofu, situr í stjórn Lútherska heimssambandsins. Í erindi sínu mun hún gera grein fyrir helstu málum sem þar eru í umræðunni í dag. Pétur Björgvin, djákni í Glerárkirkju, bregst við.
Dagskráin hefst með 45 mínútna framsöguerindi, að því loknu er sest yfir kaffiveitingar og hlýtt á annan ræðumann kvöldsins sem talar í 5 til 15 mínútur. Þá taka við umræður. Kvöldinu lýkur með helgistund.
Allir hjartanlega velkomnir. Þátttaka er ókeypis.
Nánari upplýsingar um umræðukvöldin er að finna hér.