Drengjakór Niðarósdómkirkju syngur í guðsþjónustu á sunnudaginn.

Sunnudaginn 20. maí er guðsþjónusta kl. 11.00. Barn verður borið til skírnar og Ármann Óli Halldórsson fermdur. Prestur er sr. Svavar A. Jónsson. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju leiða söng og organisti er Eyþór Ingi Jónsson. Drengjakór Dómkirkjunnar í Niðarósi kemur fram í guðsþjónustunni. Súpa og brauð (300 kr.) í Safnaðarheimili á eftir.