Djassmessa með Jazzin Dukes í Akureyrarkirkju

Djassmessa verður í Akureyrarkirkju á sunnudag kl. 11. Sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir messar og sextettinn Jazzin Dukes frá Stokkhólmi sér um tónlistarflutning.
Djassmessa verður í Akureyrarkirkju á sunnudag kl. 11. Sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir messar og sextettinn Jazzin Dukes frá Stokkhólmi sér um tónlistarflutning. <br><br><br>Þessi hljómsveit hefur vakið mikla athygli fyrir leik sinn í messum í Svíþjóð og víðar. Hljómsveitin leikur sínar útsetningar á sálmalögum en félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Organisti er Arnór Vilbergsson. Jazzin Dukes verða síðan með tónleika í Akureyrarkirkju kl. 17 á sunnudag, ásamt Kór Dalvíkurkirkju.